Donald Trump, frá­farandi for­seti Banda­ríkjanna, birti í gær­kvöldi sjón­varps­á­varp á twitter reikningi Hvíta hússins þar sem hann hvatti stuðnings­menn sína til að sýna stillingu þegar Joe Biden tekur við em­bætti í næstu viku.

Hann for­dæmdi einnig á­rásina á Banda­ríska þingið og sagði þá sem stóðu að á­rásinni ekki eiga heima í hópi stuðnings­manna sinna.

Á­varpið var birt skömmu eftir að að full­trúa­deild Banda­ríkja­þings á­kvað að á­kæra Trump fyrir em­bættis­glöp í starfi fyrir að hafa hvatt til upp­reisnar gegn Banda­ríkjunum með því að hafa í­trekað haldið rang­færslum um kosninga­svindl á lofti.

Alls greiddu tíu sam­flokks­menn hans í Repúblikana­flokknum með því að á­kæra Trump. Á­varpið er rúmar fimm mínútur og vék Trump aldrei að á­kærunni.

Fimm manns létu lífið í á­tökunum við þing­húsið þar á meðal lög­reglu­maður og sagði Trump að þeir sem bera á­byrgð á of­beldinu við þing­húsið myndu svara til saka fyrir gjörðir sínar.

Hann sagði of­beldið ganga þvert gegn því sem hann stendur fyrir og enginn „al­vöru stuðnings­maður“ hans myndi styðja pólitískt of­beldi.

Að lokum hvatti hann Banda­ríkja­menn sam­einast og horfa til fram­tíðar.