Fyrr­ver­and­i for­set­i Band­a­ríkj­ann­a, Don­ald Trump hunds­að­i veru vopn­aðr­a mót­mæl­end­a sem voru á leið í þing­hús­ið þann 6. jan­ú­ar í fyrr­a og jafn­vel ýtt und­ir hróp þeirr­a þeg­ar mót­mæl­end­ur köll­uð­u að þau ætl­uð­u að „hengj­a Mike Penc­e“.

Þett­a kom fram í vitn­is­burð­i Cass­i­dy Hutch­in­son, fyrr­um að­stoð­ar­manns á skrif­stof­u starfs­mann­a­stjór­ans í Hvít­a hús­in­u, í dag þeg­ar rann­sak­end­ur yf­ir­heyrð­u hana. Hutch­in­son lýst­i ó­reið­unn­i sem ríkt­i þenn­an dag inn­an og utan heim­il­is for­set­ans á með­an hann færð­i rök fyr­ir því af hverj­u hann ætti að fylgj­a stuðn­ings­fólk­i sínu í þing­hús­ið.

Á vef AP er fjall­að ít­ar­leg­a um vitn­is­burð Hutch­in­son en þar kem­ur fram að eft­ir að Trump hafi ver­ið til­kynnt um vopn­að­a mót­mæl­end­ur fyr­ir utan Hvít­a hús­ið hafi hann sagt em­bætt­is­mönn­um að hleyp­a „fólk­in­u hans inn“ og að þau ættu að gang­a að þing­hús­in­u.

Hutchinson segir að hegðun og ummæli forsetans fyrrverandi hafi verið óþjóðrækin og óamerísk.
Fréttablaðið/EPA

Hutch­in­son hafð­i það eft­ir Trump að hann hafi skip­að starfs­fólk­i sínu að fjar­lægj­a málm­leit­ar­tæk­i sem hefð­u hægt á mót­mæl­end­um og í mynd­band­i sem spil­að var fyr­ir nefnd­in­a af fyrr­um vitn­is­burð­i henn­ar seg­ir hún að for­set­inn hafi sagt að hon­um væri alveg sama að mót­mæl­end­ur væru með vopn.

„Þeir eru ekki hér til að meið­a mig. Tak­ið hel­vít­is málm­leit­ar­tæk­in burt. Hleyp­ið mínu fólk­i inn. Þau geta geng­ið að þing­hús­in­u héð­an,“ hafð­i Hutch­in­son eft­ir for­set­an­um.

Þeir eru ekki hér til að meið­a mig. Tak­ið hel­vít­is málm­leit­ar­tæk­in burt

Þá lýst­i hún því hvern­ig Trump tók því þeg­ar hon­um var sagt að það væri ekki ör­uggt fyr­ir hann að fara sjálf­ur í þing­hús­ið en þá á hann að hafa grip­ið í stýr­ið á bryn­varð­a bíln­um sín­um. Hún sagð­i ó­ljóst hvað hann hefð­i átt að gera í þing­hús­in­u en að á ein­um tím­a­punkt­i hefð­i ver­ið rætt um að hann mynd­i fara inn í þing­sal­inn.

„Sem Band­a­ríkj­a­mann­i bauð mér við þess­u“

Fleir­a kom fram í vitn­is­burð­i henn­ar sem þyk­ir varp­a ljós­i á þenn­an dag með betr­i hætt­i og við­brögð fyrr­ver­and­i for­set­ans. Fram kem­ur á AP að nefnd­in sem rann­sak­ar at­burð­i dags­ins hafi kall­að til yf­ir­heyrsl­a með að­eins sól­ar­hrings­fyr­ir­var­a og er ætl­að að upp­lýs­a Band­a­ríkj­a­menn um það hvað gerð­ist á með­an stuðn­ings­fólk Trump barð­i lög­regl­u­menn, braust inn í gegn­um glugg­a og dyr og trufl­að­i það þeg­ar sig­ur Bid­en var stað­fest­ur.

„Sem Band­a­ríkj­a­mann­i bauð mér við þess­u,“ sagð­i Hutch­in­son nefnd­inn­i þeg­ar hún var spurð um færsl­ur Trump um Mike Penc­e. „Þett­a var ó­þjóð­ræk­ið, ó-am­er­ískt, og á sama tíma horfð­irð­u á þing­hús­ið eyð­i­lagt vegn­a lyga,“ sagð­i Hutch­in­son og að hún væri enn að vinn­a í gegn­um til­finn­ing­arn­ar sem tengd­ust því.