Erlent

Trump hótar efnahag Tyrklands

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hótað að eyðileggja efnahag Tyrklands ef þeir gera árásir á Kúrda eftir að bandaríkt herlið fer heim.

Trump hótaði efnahag Tyrklands á Twitter í gær. Nordicphotos/AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði að „eyðileggja efnahag Tyrklands“ ef landið gerir árás á Kúrda í Sýrlandi eftir að bandarískt herlið verður kallað heim. Hann sagði líka að hann vildi ekki að Kúrdar ögruðu Tyrkjum. 

Þetta kom fram í tveimur tístum frá forsetanum á sunnudag.

Bandarískt herlið hefur barist við hlið varnarsveita Kúrda í norðurhluta Sýrlands gegn Íslamska ríkinu, en Tyrkir segja að þessar varnarsveitir séu hryðjuverkamenn og Recep Tayyip Edrogan, Tyrklandsforseti, hefur heitið því að gjörsigra Kúrda.

Trump sagði ekki hvernig hann ætlaði að beita sér gegn efnahag Tyrkja, en Bandaríkin settu viðskiptaþvinganir á Tyrki í ágúst eftir að bandarískur prestur var fangelsaður í Tyrklandi. Þvinganirnar höfðu þau áhrif að verðmæti lírunnar, gjaldmiðils Tyrklands, féll hratt. Presturinn var látinn laus í október.

Trump minntist einnig að að skapa rúmlega 30 kílómetra öryggissvæði, án þess að skýra það nánar. Það er talið gefa vísbendingu um þá lausn sem Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er að tala fyrir á ferðalagi sínu um mið Austurlönd, en hann er að reyna að róa bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi yfir brottför bandaríska herliðsins frá Sýrlandi.

Bandaríkjaforseti sagði líka í tístum sínum að Rússland, Íran og Sýrland hefðu grætt mest á aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og það væri kominn tími til að fá bandaríska hermenn heim.

Talsmaður Erdogan Tyrklandsforseta svaraði með sínu eigin tísti, þar sem hann sagði að Tyrkir búist við því að Bandaríkin virði bandalag ríkjanna, en þau eru bæði hluti af NATO, og bætti við að „hryðjuverkamenn geti ekki verið félagar eða bandamenn þínir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Erlent

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Erlent

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Auglýsing

Nýjast

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Vonast til að ná til Julens á morgun

„Marxísk“ stefna í heil­brigðis­málum

Ræddi tillögur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál

For­sætis­nefnd fékk erindi um mál Ágústs Ólafs

Auglýsing