Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seti, var ekki við­staddur minningar­at­höfn í New York í til­efni þess að 20 ár eru liðin frá hryðju­verkunum 11. septem­ber. Þar komu saman allir aðrir lifandi for­setar, Bill Clin­ton, Geor­ge W. Bush, Barack Obama og Joe Biden sitjandi for­seti. Að sögn talskonu Trumps ákvað hann að minnast atburðanna með öðrum hætti.

Trump dúkkaði uppi nokkrum klukku­stundum síðar í New York þar sem hann sótti heim lög­reglu­stöð þar sem hann þakkaði lög­reglu­mönnum og slökkvi­liðs­mönnum fyrir störf sín.

Trump segist búinn að gera upp við sig hvort hann bjóði sig fram árið 2024.
Mynd/Twitter

Hann ræddi við blaða­menn og sagði daginn hafa verið „dag margra orða.“ Trump minntist einnig á brott­hvarf Banda­ríkja­hers frá Afgan­istan og sagði Biden hafa staðið afar illa að því og það verið „vand­ræða­legt.“

„Í raun vand­ræða­legasta stund í sögu lands okkar,“ sagði Trump.

Einn við­staddra spurði hann út í hugsan­legt fram­boð Trump í for­seta­kosningunum 2024 eftir tapið gegn Biden í kosningunum í nóvember. Hann vék sér undan að svara spurningunni en sagði að hann væri búinn að á­kveða sig.

„Þú verður mjög á­nægður ef ég leyfi mér að orða það svo. Ég held að þú verðir mjög á­nægður.“