Donald Trump, Banda­ríkja­for­seta, er gert að af­henda á­kæru­yfir­völdum í New York skatt­skýrslur sínar í tengslum við saka­mála­rann­sókn á fyrir­tæki hans Trump Organization, að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Lög­menn for­setans höfðu haldið því fram að for­setinn nyti frið­helgis í krafti em­bættis síns. Al­ríkis­dómarinn Victor Mar­rero hafnar þeirri mála­til­högun og verður for­setinn því að af­henda gögn um skatta­mál sín átta ár aftur í tímann.

Em­bætti sak­sóknara á Man­hattan eyju rann­sakar nú hvort Trump Organization hafi borgað tveimur konum fyrir að þegja vegna sam­bands þeirra við for­setann. Um er að ræða gögn sem tengjast for­setanum beint sem og fyrir­tæki hans.

Lög­menn for­setans hafa nú þegar gefið út til­kynningu þess efnis að þeir muni á­frýja á­kvörðun dómarans. For­setinn hefur sjálfur að venju tjáð sig um málið á sam­fé­lags­miðlinum Twitter. Segir að rót­tækir Demó­kratar hafi á­hrif á á­kæru­yfir­völd í New York. Ekkert slíkt hafi hent nokkurn annan for­seta.