Donald Trump, for­seti Banda­ríkjanna, for­dæmdi á­rásina á þing­húsið í Banda­ríkjunum í á­varpi sem hann birti á Twitter-reikningi sínum í nótt. Hann sagði að sér, eins og öðrum Banda­ríkja­mönnum hefði mis­boðið á­rásin á þing­húsið í Was­hington, D.C og stór­felldu líkams­á­rásirnar og lög­leysan sem þar ríkti á mið­viku­dag. Hann sagði að hann hefði um leið kallað út þjóð­varð­liðið og al­ríkis­lög­reglu­menn til að tryggja öryggi byggingarinnar.

„Við verðum alltaf að vera þjóð lög og reglu,“ sagði Trump og að mót­mælendurnir hefði mengað heilagan stað lýð­ræðis í Banda­ríkjunum.

„Þið standið ekki fyrir allri þjóðinni,“ sagði Trump í á­varpi sínu.

Nýttu allar leiðir til að verja lýðræðið

Hann sagði að fólk yrði nú að róa sig og halda á­fram í átt að fram­tíð. Hann sagði að teymi hans hefði nýtt allar lög­mætar leiðir til að vefengja kosningarnar en að það hefði að­eins verið til að tryggja heilindi kosninganna. Þannig hafi hann vilja verja lýð­ræðið.

Hann sagði að þingið væri nú búið að stað­festa niður­stöðurnar og það væri því hans hlut­verk núna að tryggja „snyrti­lega, þægi­lega og saum­laus valda­skipti“.

Hann sagði síðasta árið hafa verið á­skorun fyrir Banda­ríkja­menn og heims­far­aldurinn hefði haft al­var­leg á­hrif á þjóðina. Það krefðist sam­vinnu allra að komast í gegnum það.

Hann sagði að það væri heiður lífs hans að þjóna þjóðinni sem for­seti og sagði við stuðnings­menn sína að veg­ferð þeirra væri rétt að hefjast.

Á­varpið er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan.