Saksóknari í New York-fylki Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og þremur börnum hans. CNN fjallar um málið.

Málið varðar meintan þátt þeirra í umfangsmiklu fjársvikamáli, en umrædd svik eiga að hafa staðið yfir í rúman áratug og á Trump að hafa hagnast á þeim.

Trump-fjölskyldumeðlimunum er gefið að sök að hafa skipulagt víðtækt svindl sem meðal annars villti fyrir lánastofnunum, tryggingarfélögum og skattyfirvöldum.

Saksóknarinn krefst þess að þau greiði 250 milljón dollara sekt, sem jafngildir rúmlega 35 milljörðum íslenskra króna.

Þá fer hann fram á að Donald Trump, og þremur lögráða börnum hans, Donald Trump Jr., Eric Trump og Ivanka Trump, verði meinað að vera skráð forstjórar fyrirtækja í New York-fylki.

Trump hefur áður tjáð sig um málið og kallað það „nornaveiðar“. Þá hefur hann sett út á að saksóknarinn, Letitia James, sé demókrati og sagt að rannsóknin sé pólitísk.