Don­ald Trump, fyrr­ver­and­i Band­a­ríkj­a­for­set­i, fagn­ar því að stjórn­völd í Níg­er­í­u hafi bann­að sam­fé­lags­mið­il­inn Twitt­er í land­in­u en for­set­inn er sjálf­ur bann­að­ur á hon­um. Hann hvet­ur önn­ur lönd til að fylgj­a for­dæm­i Níg­er­í­u þar sem Twitt­er og aðr­ir sam­fé­lags­miðl­ar á borð við Fac­e­bo­ok leyf­i ekki „frjáls­a og opna tján­ing­u.“

„Til ham­ingj­u Níg­er­í­a, sem bann­að­i Twitt­er þar sem for­set­inn þeirr­a var bann­að­ur,“ sagð­i í yf­ir­lýs­ing­u for­set­ans. Hann gaf í skyn að hann hefð­i átt að bann­a Fac­e­bo­ok með­an hann sat í for­set­a­stól en sagð­i að Mark Zuck­er­berg, for­stjór­i Fac­e­bo­ok, hafi hringt í­trek­að í sig og kom­ið regl­u­leg­a í mat í Hvít­a hús­ið til að „segj­a mér hvers­u frá­bær ég var.“

For­set­inn fyrr­ver­and­i er í æv­i­löng­u bann­i frá Twitt­er en Fac­e­bo­ok greind­i frá því að bann hans þar og á Insta­gram yrði til tveggj­a ára hið minnst­a. Hann var bann­að­ur eft­ir á­rás­in­a á band­a­rísk­a þing­hús­ið 6. jan­ú­ar þar sem hann þótt­i hafa hvatt til of­beld­is fyr­ir og eft­ir á­rás­in­a.