Kristján Guy Bur­gess, al­þjóða­stjórn­mála­fræðingur, segir Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, enga sér­staka friðar­dúfu.

Til­efnið eru full­yrðingar for­setans og stuðnings­manna hans um að hann hafi ekki hafið nein ný stríð. Sjálfur full­yrti Trump þetta í sinni síðasta mynd­bands­á­varpi til banda­rísku þjóðarinnar.

Unnin mynd af síðustu sex Banda­ríkja­for­setum hefur nú verið dreift af stuðnings­mönnum for­setans, þar sem full­yrt er að Ronald Reagan, Geor­ge H.W. Bush, Bill Clin­ton, Geor­ge W. Bush og Barack Obama hafið allir hafið mis­munandi stríð, annað en Trump.

Kristján segir í sam­tali við Frétta­blaðið að ljóst sé að heims­myndin sé ekki eins svart­hvít og Trumpistar vilji vera af láta. „Það voru náttúru­lega ýmis stríð í gangi og hefur ekki verið lokið sem hann fékk í arf,“ segir Kristján. Hann nefnir þar Íraks­stríðið, stríðið í Afgan­istan og her­lið Banda­ríkjanna í Sýr­landi. Frá því á Bush tímanum hafi á­hugi Banda­ríkja­manna minnkað á þátt­töku landsins í stríðs­rekstri.

Trumpistar deila viðkomandi mynd óspart á alnetinu nú um mundir.
Mynd/Facebook

„Þegar Trump kemst til valda þá voru ýmsir sem óttuðust það að vegna hans karakter yrði hann lík­legur til að taka ó­skyn­sam­legar á­kvarðanir í utan­ríkis­málum,“ segir Kristján og nefnir ræðu fyrr­verandi for­setans um Norður-Kóreu á hans fyrsta alls­herjar­þingi Sam­einuðu þjóðanna 2017.

„Þá urðu nú ýsmir dá­lítið smeykir um það hvað hann ætlaði sér, því hann var til­búinn að hóta mjög sterkt. Svo reyndist það eigin­lega ekki vera,“ segir Kristján. Hann nefnir innan­lands­á­hugann á nýju stríði, sem sé svo gott sem enginn.

„En það má rekja þetta langt aftur, til þess hvað Bush hóf mörg stríð og með Obama, sem á­kveður að verja ekki rauðu strikin í Sýr­landi,“ segir Kristján. Þar vísar hann til hótana Obama til stjórn­valda í Sýr­landi um að beiting efna­vopna þeirra gegn borgurum sínum myndu kalla á að­gerðir Banda­ríkjanna, en því fylgdi hann aldrei eftir.

Hafi ekki reynt á stríðs­viljann

Kristján segir að að­stæður í for­seta­tíð Trump hafi ein­fald­lega verið þannig að það hafi aldrei reynt á raun­veru­legan vilja hans til þess að fara í stríð.

„Maður veltir því fyrir sér með hann, snýst þetta um karakter, á­standið í heims­málunum eða það hvort hann hafi átt of fullt í fangi með við­skipta­stríð til þess að fara líka í hitt,“ segir hann.

„Kannski voru ekki raun­veru­legar for­sendur til þess og því reyndi aldrei á það. Það kom í raun aldrei þessi krafa innan­lands á þessum tíma,“ segir Kristján.

Tekið ýmsar ó­skyn­sam­legar á­kvarðanir

Að­spurður út í að­gerðir Banda­ríkjanna, meðal annars gagn­vart Írönum, þar sem banda­rísk stjórn­völd tóku af lífi Qa­sem So­leimani, einn hátt settasta hers­höfðingja Íran þar sem hann var staddur í Bag­hdad í Írak í janúar í fyrra, og hvort þar hafi ekki skollið hurð nærri hælum, segir Kristján menn þá hafa velt vöngum yfir því hvort um væri að ræða skyn­sam­lega á­kvörðun.

„Það þótti mörgum það ekki skyn­sam­leg á­kvörðun, þó ekki væri deilt um að So­leimani væri ekki friðarins maður og gert mikið af sér á sínum ferli, þá var það gagn­rýnt á þeim for­sendum að sú á­kvörðun hefði verið tekin án þess að huga að því hverjar af­leiðingarnar væru,“ segir Kristján.

Á­kvörðun Trump um að draga her­lið Banda­ríkja­manna, sem barist hafði við ISIS í Sýr­landi, án þess að láta banda­menn vita af því fyrir­fram, hefði verið gagn­rýnd á sömu for­sendum.

„Ekki vegna þess að Banda­ríkin ættu að vera með sem mest her­lið þarna, heldur vegna þess að með því raskaði það jafn­væginu á svæðinu og þýddi að Tyrkir og Rússar fengu meira svig­rúm, sem ögraði Kúrdum og stefnt til höfuðs þeim,“ segir hann.

„Það að hafa fundist þetta ó­skyn­sam­legt þýðir þó ekki jafn­framt að maður tali fyrir því að Banda­ríkin hafi sem mest hernaðar­leg um­svif, heldur bara að það þarf að hugsa um af­leiðingarnar þegar búið er að fara þarna inn og gera eitt­hvað.“

Að síðustu segir Kristján að ekki megi gleyma stuðningi Trump ríkis­stjórnarinnar við Sádí-Araba og þátt­töku þeirra í blóðugri borgara­styrj­öld í Jemen. Borgara­styrj­öldin, þar sem stjórnar­liðar með stuðningi Sáda berjast við upp­reisnar­menn Húta hófst 2014 og hefur kostað meira en hundrað þúsund manns­líf.

„Þetta er eitt­hvað það hræði­legasta stríð sem er í gangi núna. Trump hefur náttúru­lega stutt við Sádí-Arabíu í þeim hernaði og maður skilur ekki alveg af hverju sá stuðningur var látinn við­gangast. Þannig hann er engin sér­stök friðar­dúfa,“ segir Kristján.