Donald Trump Banda­ríkja­for­seti er mættur aftur í Hvíta húsið, fimm dögum eftir að greint var frá því að hann hefði greinst með kórónu­veiruna sem veldur CO­VID-19.

AP-frétta­stofan vísaði nú síð­degis í nýtt minnis­blað frá lækni Trump, Sean Conl­ey, sem segir að for­setinn hafi sofið vel í nótt og í morgun hafi hann verið ein­kenna­laus. Í gær sagði Conl­ey þó að Trump væri ekki alveg kominn „út úr skóginum“ og þessi vika þyrfti að fá að líða.

Trump hvatti fólk í gær til að hafa ekki á­hyggjur af veirunni og í dag líkti hann far­aldrinum við árs­tíða­bundna in­flúensu. Benti hann á að um 100 þúsund manns deyi ár­lega af völdum inflúensunnar og það þrátt fyrir að bólu­efni sé til staðar. „Ætlum við að loka landinu vegna þess? Nei, við höfum lært að lifa með flensunni, alveg eins og við munum læra að lifa með Co­vid,“ sagði Trump á Twitter.

Trump hyggst hefja kosninga­bar­áttu sína aftur fljót­lega og stefnir hann ó­trauður á að taka þátt í kapp­ræðum við Joe Biden sem fyrir­hugaðar eru í Miami í næstu viku.

Trump hefur verið gagn­rýndur harð­lega fyrir að gera lítið úr far­aldrinum. Nú síðast steig Joe Biden, for­seta­efni Demó­krata, fram og sagði að enn væri á­stæða til að hafa á­hyggjur af far­aldrinum.