Donald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði á blaða­manna­fundi í gær að hann hafi heyrt að Kamila Har­ris upp­fyllti ekki skil­yrði til að taka við em­bætti vara­for­seta en Trump vísaði til færslna á sam­fé­lags­miðlum þar sem slíkar vanga­veltur koma fram.

Þá vísaði hann einnig til lög­fræðings sem kom vanga­veltunum á fram­færi í grein miðilsins Newswe­ek en Trump sagði lög­fræðinginn, John East­man, vera „mjög hæfan,“ en í greininni kom fram að for­eldrar Har­ris hafi ekki fæðst í Banda­ríkjunum og því upp­fyllti hún mögu­lega ekki skil­yrðin til að gegna em­bættinu.

Minnir á kenningar um Obama

Trump virðist hafa misskilið greinina og spurningu blaðamanns um málið þar sem hann sagði að Harris hafi sjálf ekki fæðst í Bandaríkjunum. Eftir að honum var bent á að Harris hafi í raun fæðst í Bandaríkjunum sagði Trump að hann „hefði ekki hug­mynd“ um hvort Har­ris upp­fyllti skil­yrðin og sagðist ætla að skoða það nánar.

Málið minnir að mörgu leiti á kenningar Trumps um að Barack Obama, fyrrum Banda­ríkja­for­seti, hafi ekki fæðst í Banda­ríkjunum og væri því ekki hæfur til að sinna em­bættinu á sínum tíma.

Hafna fullyrðingum um vanhæfni Harris

Líkt og áður hefur komið fram til­kynnti Joe Biden, til­vonandi for­seta­fram­bjóðandi Demó­krata, á þriðju­daginn að hann hafi valið Har­ris til að gegna em­bætti vara­for­seta. Ef Biden yrði kjörinn for­seti yrði Har­ris fyrsta svarta konan af afrísk-banda­rískum ættum til að gegna em­bættinu.

Sjálf fæddist Har­ris í Oak­land í Kali­forníu en faðir hennar er frá Jamaíku og móðir hennar frá Ind­landi en fæðingar­staður for­eldra hennar hefur ekki nein á­hrif á það hvort Har­ris geti gegnt em­bættinu. Sér­fræðingar um stjórnar­skrá Banda­ríkjanna hafa því al­farið hafnað grein East­man.