„Ég lofa að gera Grænlandi þetta ekki,“ var undirskrift myndar sem Bandaríkjaforseti, Donald Trump, birti á Twitter í gær. Á myndinni má sjá gríðarstóran gylltan skýjakljúfur sem ber áletrun forsetans. Myndin hafði verið í umferð á vefnum í einhvern tíma vegna orðróms um fyrirhuguð kaup Trumps á Grænlandi eins og það leggur sig.

Daginn áður en Trump birti myndina hafði hann staðfest að hann íhugaði kaupin. Hann hafði þó orð á því að Grænland væri ekki efst í forgangsröðuninni.

Heimsækir Danmörku

Trump hyggst heimsækja Danmörku í september þar sem hann mun funda með forsætisráðherra Danmerkur, Metta Frederiksen, og að öllum líkindum einnig með forsætisráðherra Grænlands, Kim Kiehlsen. Grænlendingar hafa þó lýst því yfir að landið sé ekki til sölu.

„Grænland er ekki til sölu,“ sagði Mette Grænlendingum til samlætis. „Grænland er ekki danskt, Grænland tilheyrir Grænlandi,“ sagði hún og bætti við að hún vonaði innilega að engin alvara fylgdi ummælum um kaupin.