Innlent

Trump beitir neitunar­valdi á á­lyktun þingsins

Trump Banda­ríkja­for­seti snið­gengur á­kvörðun öldungar­deildar Banda­ríkja­þings um að hafna yfir­lýsingu for­setans um að neyðar­á­stand ríki í Banda­ríkjunum.

Landamæraveggurinn var eitt stærsta kosningaloforð Trump. Upphaflega stóð þó til að Mexíkó ætti að greiða fyrir hann. EPA/Jim LoScalzo

Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti neitunarvaldi á ályktun öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Ályktunin átti að koma í veg fyrir að forsetinn myndi lýsa yfir neyðarástandi til að tryggja fjármagn fyrir landamæravegg sinn umdeilda.

Flokkur forsetans, Repúblikanar, hafa meirihluta í öldungadeildinni, og því mikið högg fyrir forsetann að það hafi verið samþykkt. Tólf öldungadeildarþingmenn Repúblikana samþykktu ályktunina ásamt öllum Demókrötunum í deildinni.

Trump forseti lýsti yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði eftir að tilraunir hans til að tryggja fjármögnun veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó runnu út í sandinn. Alríkisstofnanir Bandaríkjanna höfðu þá lokað dyrum sínum í rúman mánuð þar sem ekki tókst að afgreiða fjárlög í pattstöðunni sem myndaðist. Með því að lýsa yfir neyðarástandi hyggst Trump leysa úr læðingi fjármagn til að byggja vegginn.

Þegar hann undirritaði yfirlýsingu um að beita neitunarvaldi sínu sagði hann að vissulega hafði þingið heimild til þess að samþykkja ályktanir, en að honum bæri skylda til að neita því. Hann sagði að neitunarvaldinu væri beitt til að vinna gegn óábyrgum yfirlýsingum þingsins.

Eins og atkvæðagreiðslan um ályktunina fór í gær er ekki meirihluti fyrir því að hunsa neiturnvald forsetans. Eru því nokkrar líkur á því að vilji forsetans verði í málefnum landamæraveggjarins, með illu frekar en góðu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tveir inn­lyksa á Hrafns­eyrar­heiði vegna snjó­flóða

Innlent

Drengirnir í Grindavík fundnir

Innlent

Þór­hildur Sunna: Tæta í sig MDE til „verndar hégóma Sig­ríðar“

Auglýsing

Nýjast

Rann­saka fram­leiðslu­ferli Boeing 737 MAX vélanna

Á­rásar­maðurinn í Utrecht hand­tekinn

My­space glataði öllum gögnum frá því fyrir 2016

Þingveislu frestað vegna verkfalla

Orrustuþotur sendar gegn sprengiflugvélum við Ísland

Bergið komið með hús­næði þremur árum eftir andlát Bergs

Auglýsing