Dögunum eftir að úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum árið 2020 sagði Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ráðgjafa sínum að hann „ætlaði bara ekkert að yfirgefa“ Hvíta húsið þegar kæmi að valdaskiptum, nokkrum mánuðum síðar.
Þetta kemur fram í nýrri bók sem fjallar um forsetatíð Trump og stormasamar afleiðingar þess. Bókin heitir „Confidence Man: The Making of Donald Trump and the Breaking of America“ og er eftir Maggie Haberman, blaðamanns New York Times. The Guardian fjallar um bókina.
„Við förum aldrei. Hvernig getur maður farið þegar maður vann kosningarnar?“ sagði Trump við annan ráðgjafa sinn.
Trump lýsti yfir þessum staðhæfingum fyrir fleirum en bara ráðgjöfum sínum. „Af hverju ætti ég að fara ef þeir sálu þeim [kosningunum] frá mér?“ spurði hann meðlim landstjórnar Repúblikanaflokksins.
Enginn Bandaríkjaforseti hefur áður hótað því að vera eftir í Hvíta húsinu eftir að forsetatíð þeirra lauk. Það eina sem kemst næst því er þegar eiginkona Abraham Lincoln hélt sig fyrir í Hvíta húsinu í nokkrar vikur eftir morðið á manninum hennar, en hann lést árið 1865.
Orð Trump til ráðgjafa hans stangast á við yfirlýsingar frá honum sem hann gaf út innan við mánuði eftir kosningarnar, en í þeim sagðist hann „vissulega“ yfirgefa Hvíta húsið ef sigur Biden yrði staðfestur.
„Ég mun gera það og þið vitið það,“ sagði Trump, þrátt fyrir að hafa enn haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið.
Trump lét eftir á endanum og flutti úr Hvíta húsinu sama dag og Biden var settur í embætti sem forseti Bandaríkjanna.
Fyrir setningu Biden réðst hópur fólks á þinghús Bandaríkjanna, eins og þekkt er orðið. Sjö dauðsföll hafa verið tengd við árásina. Markmið hópsins var að stöðva staðfestingu á kjöri Biden sem Bandaríkjaforseta, en Trump hvatti stuðningsmenn sína til að ganga að þinghúsinu og fá réttlætinu framfleytt.
Alríkissaksóknarar hafa síðan þá opnað rannsóknir á átta hundruð einstaklingum sem tóku þátt í árásinni, margir þeirra hafa fengið dóm á sig.