Dögunum eftir að úr­slit for­seta­kosninga í Banda­ríkjunum árið 2020 sagði Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ráð­gjafa sínum að hann „ætlaði bara ekkert að yfir­gefa“ Hvíta húsið þegar kæmi að valda­skiptum, nokkrum mánuðum síðar.

Þetta kemur fram í nýrri bók sem fjallar um for­seta­tíð Trump og storma­samar af­leiðingar þess. Bókin heitir „Con­fi­dence Man: The Making of Donald Trump and the Breaking of America“ og er eftir Maggi­e Haber­man, blaða­manns New York Times. The Guar­dian fjallar um bókina.

„Við förum aldrei. Hvernig getur maður farið þegar maður vann kosningarnar?“ sagði Trump við annan ráð­gjafa sinn.

Trump lýsti yfir þessum stað­hæfingum fyrir fleirum en bara ráð­gjöfum sínum. „Af hverju ætti ég að fara ef þeir sálu þeim [kosningunum] frá mér?“ spurði hann með­lim land­stjórnar Repúblikana­flokksins.

Enginn Banda­ríkja­for­seti hefur áður hótað því að vera eftir í Hvíta húsinu eftir að for­seta­tíð þeirra lauk. Það eina sem kemst næst því er þegar eigin­kona Abra­ham Lincoln hélt sig fyrir í Hvíta húsinu í nokkrar vikur eftir morðið á manninum hennar, en hann lést árið 1865.

Orð Trump til ráð­gjafa hans stangast á við yfir­lýsingar frá honum sem hann gaf út innan við mánuði eftir kosningarnar, en í þeim sagðist hann „vissu­lega“ yfir­gefa Hvíta húsið ef sigur Biden yrði stað­festur.

„Ég mun gera það og þið vitið það,“ sagði Trump, þrátt fyrir að hafa enn haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið.

Trump lét eftir á endanum og flutti úr Hvíta húsinu sama dag og Biden var settur í em­bætti sem for­seti Banda­ríkjanna.

Fyrir setningu Biden réðst hópur fólks á þing­hús Banda­ríkjanna, eins og þekkt er orðið. Sjö dauðs­föll hafa verið tengd við á­rásina. Mark­mið hópsins var að stöðva stað­festingu á kjöri Biden sem Banda­ríkja­for­seta, en Trump hvatti stuðnings­menn sína til að ganga að þing­húsinu og fá rétt­lætinu fram­fleytt.

Al­ríkis­sak­sóknarar hafa síðan þá opnað rann­sóknir á átta hundruð ein­stak­lingum sem tóku þátt í á­rásinni, margir þeirra hafa fengið dóm á sig.