For­svars­menn Rétt­lætis, stuðnings­hóps Vöggu­stofu­barna, funduðu með Degi B. Eggerts­syni. borgar­stjóra, og Þor­steini Gunnars­syni, borgar­lög­manni, í dag varðandi fram­vindu rann­sóknar á starf­semi vöggu­stofa í Reykja­víkur­borg.

Hrafn Jökuls­son kveðst vera á­nægður með út­komu fundarins sem hann segir hafa verið langan og ítar­legan.

„Ég er mjög sáttur með þennan fund, borgar­stjóri hlustaði mjög vel og hann hefur tekið þetta mál al­var­lega frá upp­hafi. Þetta var gagn­legur fundur. Ég trúi náttúr­lega alltaf á að hið góða sigri að lokum og ég held að það eigi við í þessu máli.“

Borgar­stjóri allur að vilja gerður

Hrafn og kollegar hans, þeir Árni H. Kristjáns­son, Tómas V. Alberts­son og Viðar Eggerts­son, hafa verið gagn­rýnir á fram­göngu borgar­yfir­valda í málinu og birtu þeir fé­lagar til að mynda opið bréf í Frétta­blaðinu í mars þar sem þeir sögðu mark­mið borgarinnar fyrir rann­sóknina vera illa skil­­greind og ó­­­mark­viss.

„Við höfðum miklar á­hyggjur af því að það væri ekki nógu skýrt hvað nefndin ætti í raun og veru að fara í saumana á. Ekki bara starfs­hætti vöggu­stofanna heldur leggjum við líka mikla á­herslu á að það verði rann­sakað hvað varð um vöggu­stofu­börnin, þessi 1200-1500 börn sem voru á vöggu­stofunum, hvernig þeim reiddi af í lífinu,“ segir Hrafn.

Finnst þér borgaryfir­völd vera að taka mark á ykkar at­huga­semdum?

„Mér heyrist það og ég veit að borgar­stjóri er allur að vilja gerður og það er þver­pólitísk sam­staða í málinu en við viljum að fókusinn verði skýrari um hvað þessi nefnd á að rann­saka, að það sé alveg á tæru að það verði velt við hverjum steini og það verði rann­sakað hvað varð um vöggu­stofu­börnin hvert og eitt.“

Árni H. Kristjáns­son, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Alberts­son og Viðar Eggerts­son funduðu með Degi B. Eggertssyni í dag.
Fréttablaðið/Ernir

Á annað hundrað fyrir­spurnir borist Borgar­skjala­safni

Að sögn Hrafns er mikill á­hugi um málið hjá fyrrum vöggu­stofu­börnum og að­stand­endum þeirra og hefur Borgar­skjala­safni þegar borist á annað hundrað fyrir­spurnir, frá því Hrafn og fimm­menningarnir hófu veg­ferð sína sumarið 2021. Spurður um hver næstu skref verði í málinu segir Hrafn:

„Nú er málið hjá þinginu og við þökkum þinginu fyrir að hafa komið þessu á dag­skrá sem síðasta mál fyrir páska­frí. Þingið þarf að sam­þykkja það frum­varp og við vonumst til þess að það verði hægt að hafa á­hrif á orða­lag í því frum­varpi til þess að okkar fókus og okkar á­herslur verði alveg skýr og þá held ég að allir verði á­nægðir.“

Þver­pólitísk sam­staða á Al­þingi

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, lagði fram frum­varp síðast­liðinn föstu­dag um að­komu ríkisins að málinu og veitingu nauð­syn­legra laga­heimilda fyrir rann­sóknina. For­sætis­ráð­herra sagðist vænta þess að frum­­varpið myndi njóta vel­vildar allra þing­­flokka og spurður um hvort hann telji að svo verði segir Hrafn:

„Ég er ekki í nokkrum vafa um það, þetta er mál sem allir sem við höfum rætt við erum sam­mála að verði að upp­lýsa og rann­saka og ég held að jafn­vel Ís­lendingum takist ekki að blanda flokka­pólitík inn í þetta.“

Upp­lifir þú að ein­hverjir aðilar í pólitíkinni séu að reyna að tefja fram­göngu málsins?

„Nei, ég finn enga slíka söku­dólga og í rauninni getum við fagnað því að á tíu mánuðum skulum við hafa náð þeim árangri að málið er komið til kasta Al­þingis og að Reykja­víkur­borg sé búin að sam­þykkja að taka frá 80 milljónir og skipa rann­sóknar­nefnd í þetta. Þannig það eru þessi fínni blæ­brigði í rann­sókninni sem við viljum skerpa á en ég trúi því ekki að það sé nokkur maður sem vís­vitandi standi í vegi fyrir því að þessi lang­þráða og mikil­væga rann­sókn fari fram,“ segir Hrafn að lokum.