Ólíklegt er að eldgos myndi valda truflunum á raforkuflutningi á Reykjanesi. Ef útlit er fyrir að hraun muni ógna línunni munum mun Landsnet vinnast tími til að grípa til aðgerða og verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum. Þetta eru niðurstöður áhættumats Landsnets sem gert var í dag

Í nýrri tilkynningu frá Landsneti segir að í dag hafi viðbrögð verið metin út frá sviðsmyndum og áhættumati sem unnið er eftir. Farið hefur verið í gegnum mögulegar áhættur hverrar sviðmyndar og viðbrögð við þeim metin. Sviðsmyndirnar tengjast bæði eldgosi og stórum skjálftum og þær eru í stöðugri uppfærslu og áhættumati eftir upplýsingum frá Almannavörnum, Veðurstofunni og okkar sérfræðingum.

Einnig hefur verið unnið með sviðsmynd sem snýr að því að reka Reykjanesið sem eyju beint frá þeim virkjunum sem eru staðsettar á svæðinu ef Suðurnesjalína færi út. Það er ekki hægt í dag, en verið er að vinna að úrbótum með framleiðanda búnaðar á virkjanasvæðinu. Einnig er vinna hafin við aðgerðaáætlun vegna flutnings á varaflsvélum inn á svæðið.

Landsnet vinnu í nánu samstarfi við Almannavarnir og Veðurstofuna.