Justin Tru­deau, for­sætis­ráð­herra Kanada, hefur beðist af­sökunar á múnderingu og and­lits­málningu sem hann klæddist í partýi sem kennari árið 2001 og segir að hún hafi verið rasísk. Mynd af búningnum vakti mikla at­hygli og reiði þegar hún birtist í gær að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Á myndinni sem má sjá hér að neðan má sjá að Tru­deau er með brúna and­lits­málningu á and­liti, höndum og hálsi auk þess sem hann er klæddur í túrban og skikkju. Myndin birtist í skóla­ár­bók West Point Grey A­cademy en þar var Tru­deau kennari, þá 29 ára gamall.

„Ég biðst inni­legrar af­sökunar,“ segir for­sætis­ráð­herrann. „Ég sé inni­lega eftir þessu. Ég er mjög miður mín yfir að hafa gert þetta, ég hefði átt að vita betur,“ segir hann.

„Þetta var eitt­hvað sem ég hefði ekki átt að gera. Mér fannst þetta ekki rasískt á þessum tíma, en nú sé ég, að þetta var rasískt.“

Spurður að því hvort hann hygðist segja af sér svaraði Tru­deau því ekki. Hann segist hafa mætt á loka­hóf skólans og þemað hafi verið „Arabíu­nætur.“ Hann hafi því klætt sig upp sem Aladdín og sett á sig málningu. Hann segist hafa átt að vita betur.