Justin Tru­deau hafði sigur í kanadísku þing­kosningunum og verður því for­sætis­ráð­herra þriðja kjör­tíma­bilið í röð, þó hann hafi sjálfur stytt síðasta. Um verður að ræða annað kjör­tíma­bilið þar sem flokkur Tru­deau, Frjáls­lyndi flokkurinn verður í minni­hluta­stjórn.

Að því er segir í um­fjöllun Guar­dian fékk flokkur Tru­deau 156 sæti en 170 sæti þarf fyrir hreina meiri­hluta­stjórn. Í­halds­flokkurinn undir leið­sögn Erin O'Too­le fékk 121 sæti. Niður­stöðurnar voru svipaðar og í kosningunum 2019.

O'Too­le var ekki til­búinn til þess að fallast á að Tru­deau væri sigur­vegari kosninganna. Tru­deau boðaði sjálfur til kosninganna. Hann sakaði for­sætis­ráð­herrann um að hafa eytt tíma og pening þjóðarinnar í eigin hégóma. Tru­deau hafi viljað meiri­hluta og það hafi hann ekki fengið.

Tru­deau hét því að hlusta á þjóðina í sigrræðu sinni. „Ég heyri í ykkur þegar þið segist vilja fá aftur það sem þið elskið, og að þurfa ekki að hafa á­hyggjur af heims­far­aldri og kosningum,“ sagði for­sætis­ráð­herrann. Full­yrti hann að ríkis­stjórn sín hefði fengið skýrt um­boð.