Justin Tru­deau, for­sætis­ráð­herra Kanada, hélt tölu í minningar­at­höfn sem fram fór í Ed­monton í Kanada til handa fórnar­lömbunum sem létust þegar Íranir skutu niður far­þega­flug­vél nú á dögunum. Þar hét hann því að hann myndi sækjast eftir rétt­læti og á­byrgð vegna þess sem gerðist. Guar­dian greinir frá.

Líkt og fram hefur komið hafa írönsk stjórn­völd viður­kennt að þau hafi skotið niður úkraínsku far­þega­flug­vélina fyrir slysni síðast­liðinn mið­viku­dag. 176 far­þegar létust og voru þar á meðal 57 Kana­da­búar, að írönskum upp­runa, en um er að ræða mesta mann­fall meðal Kana­da­búa í einum vett­vangi í fjöru­tíu ár.

„Ykkur gæti þótt þið ein­mana, en þið eruð ekki ein­sömul. Allt landið ykkar stendur með ykkur, í kvöld, á morgun og öll árin sem eftir eru,“ sagði for­sætis­ráð­herrann meðal annars í ræðu sinni. 1700 manns voru á minningar­at­höfninni sem haldin var á körfu­bolta­leik­vangi í Ed­monton. Þrettán manns úr flug­vélinni bjuggu í borginni og voru það há­skóla­nemar í há­skólanum í Alberta.

„Þessi harm­leikur hefði aldrei átt að eiga sér stað og ég vil full­vissa ykkur um að þið eigið allan minn stuðning á þessum ó­trú­lega erfiðum tíma...þið gefið okkur færi á að leita rétt­lætis og á­byrgðar fyrir ykkur,“ sagði Tru­deau. „Við munum ekki hvílast fyrr en við fáum svör.“

Kanadísk flug­mála­yfir­völd hafa nú þegar gefið út að send verði tvö teymi til Írans, í sam­ráði við írönsk stjórn­völd, sem rann­saka eigi með frekari hætti hvað ná­kvæm­lega átti sér stað. Áður hefur komið fram að írönsk stjórn­völd hafi verið ný­búin að ýta úr vör árás gegn her­stöð Banda­ríkja­manna í Írak þegar far­þega­flug­vélin fór á loft.