John de Ruiter, 63 ára gamall leiðtogi andlegrar hreyfingar í vesturhluta Kanada, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Hreyfingin heitir College of Integrated Philosophy og er staðsett í borginni Edmonton í Alberta-fylki. Hefur de Ruiter verið sakaður um að reka sértrúarsöfnuð.

Meint brot de Ruiter voru framin á árunum 2012 til 2020. Lögreglan í Edmonton handtók de Ruiter en í frétt breska ríkissjónvarpsins BBC um málið segir að hann muni snúa aftur til starfa hjá hreyfingunni í þessari viku.

Samkvæmt lögreglunni á de Ruiter að hafa sagt fórnarlömbunum að hann hafi fengið skilaboð frá öndum um að hafa kynmök við þau og þau myndu öðlast andlega uppljómun af að stunda með honum mök. Lögregluna grunar að fórnarlömbin séu fleiri og leitar nú að þeim.