Fleiri en 370 trúar­leið­togar um allan heim hafa kallað eftir því að svo­kallaðar „með­ferðir“ við sam­kyn­hneigð verði bannaðar en með­ferðirnar ganga út á að breyta kyn­hneigð eða kyn­vitund sam­kyn­hneigðra ein­stak­linga. Að því er kemur fram í frétt BBC verður bannið lagt til á ráð­stefnu sem breska utan­ríkis- og sam­veldis­ráðu­neytið stendur fyrir síðar í dag.

Meðal þeirra sem skrifa undir yfir­lýsingu um málið eru til að mynda Desmond Tutu, fyrrum erki­biskup í Suður-Afríku, og David Rosen, fyrrum yfir­rabbíni Ír­lands. Þá eru trúar­leið­togar allra stærstu trúar­bragða heims meðal þeirra sem skrifa undir og eru margir þekktir stuðnings­menn hin­segin sam­fé­lagsins.

Þrátt fyrir að fjöl­margir trúar­leið­togar hafi skrifað undir yfir­lýsinguna hafa aðrir barist gegn banninu og haldið því fram að slíkt myndi ganga á rétt fólks til trú­frelsis. Þá hafa þau haldið því fram að bannið gæti leitt til þess að prestar og aðrir ráð­gjafar verði gerðir að glæpa­mönnum og þeim verði sagt til um hvað þau megi og megi ekki segja.

Áður komið til tals

Um­ræðan um með­ferðirnar í Bret­landi kom upp árið 2018 þegar könnun var gerð meðal 108 þúsund hin­segin ein­stak­linga þar í landi en í ljós kom að tvö prósent hefðu farið í slíka með­ferð og fimm prósent til við­bótar hafi verið boðið slík með­ferð. Trans ein­staklingar voru hlut­falls­lega stærsti hópurinn sem hafði farið í þessa með­ferð.

Frá árinu 2018 hafa tveir for­sætis­ráð­herra Bret­lands heitið því að meðferðirnar verði bannaðar þar í landi en það hefur ekki verið sýnt í verki. Nú þegar hefur verið sett bann við með­ferðunum í Sviss, sem og í hluta Ástralíu, Kanada og Banda­ríkjanna.