Ruwan Wijewarden, varnarmálaráðherra Sri Lanka, árásarmennina vera trúarlega ofstækismenn. Búið er að handtaka þrettán manns.

Samkvæmt nýjustu tilkynningum er á annað hundrað manns látnir og rúmlega fjögur hundruð særðir eftir sprengjuárásirnar í Sri Lanka. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á páskadags sprengingunum, en árásirnar hafa beinst gegn þremur kaþólskum kirkjum og fjórum hótelum í borgunum Negombó og höfuð­borginni Kólombó í suðvesturhluta landsins.

Kristnir Pakistanar með kertavöku fyrir fórnarlömb sprenginganna í Sri Lanka.
RIZWAN TABASSUM / AFP

Segir trúarlega ofstækismenn bak við árásina

Ruwan Wijewarden, varnarmálaráðherra Sri Lanka, segir þá hafa borið kennsl á árásarmennina og segir þá vera trúarlega ofstækismenn og að meiri hluti sprenginganna hafi verið vegna sjálfsmorðssprengjumanna. Búið er að handtaka þrettán manns.

Harsha de Silva, fjármálaráðherra Sri Lanka, kom að einum vettvangi eftir sprengjuárás og segist hafa séð líkamshluta á víð og dreif.

Árásirnar beindust að kirkjum og hótelum
NurPhoto/Getty Images

Bera kennsl á fórnarlömb

Yfir­völd hafa boðað út­göngu­bann og þá hefur verið lokað fyrir sam­fé­lags­miðla. Talsmaður landsspítala Sri Lanka segir þá hafa borið kennsl á ellefu fórnarlömb sem voru ferðamenn frá Bandaríkjunum, Danmörku, Kína, Japan, Pakistan, Marokkó, Indlandi og Bangladess. Meirihluti fórnarlamba eru ríkisborgarar Sri Lanka sem voru í kirkjum á páskadag.

Þrír dansk­ir ferðamenn lét­ust í árásunum samkvæmt danska rík­is­út­varpinu DR. Einnig greinir breska dagblaðið The Guardian frá því að fimm breskir ferðamenn hafi látist.

Borgara­þjónusta utan­ríkis­ráðu­neytisins hefur beðið þá Ís­lendinga sem staddir eru á Srí Lanka að láta að­stand­endur vita af sér.

Leiðtogar um allan heim fordæma árásina á samfélagsmiðlum.