Byggðarráð Norðurþings hefur ákveðið að slíta sambandi við fyrirtæki Qair. Qair hafði fengið leyfi til að setja upp könnunarmastur fyrir vindorkuver árið 2021 en gerði það ekki.
Greint var frá því í lok árs 2020 að þáverandi meirihluti sveitarstjórnar væri ekki einhuga um leyfið. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru fylgjandi en Vinstri græn á móti vegna nálægðar við útivistarsvæði og takmarkaðs hagnaðar íbúa Norðurþings af vindorkuveri.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur nú slitið samstarfinu. Mastrið var hvorki sett upp árið 2021 né í fyrra þrátt fyrir yfirlýsingar Qair.