Frum­sýningar­partý rapparans Emm­sjé Gauta í kvöld var vægast sagt vel heppnað en sam­kvæmt ljós­myndara Frétta­blaðsins á svæðinu jaðraði við öng­þveiti vegna fjöldans.

Sam­komu­bannið sem nú er gildi olli því að rapparinn gat ekki haldið hefð­bundið frum­sýningar­partý við mynd­band lagsins „Bleikt ský“, en eins og hann skrifaði sjálfur á face­book síðu viðburðsins, þá kalla vanda­mál á lausnir.

Emm­sjé Gauti hélt þannig frum­sýningar­partýið í sam­vinnu við Smára­bíó og Smára­lind en efra bíla­stæði Smára­lindar hefur verið breytt í bíla­bíó. Mynd­band við lagið „Bleikt ský“ af sam­nefndri væntan­legri plötu rapparans var spilað klukkan 20:30 í kvöld. Hljóði var út­varpað í alla bílana á svæðinu en eftir frum­sýninguna var myndin Dala­líf sýnd.

Mynband við lagið Bleikt ský var frumsýnt í kvöld.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Troðfullt var á sýninguna og þurfti að vísa fólki frá.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Öll bílastæðin á efra bílaplani Smáralindar voru nýtt.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari