Á­kveðið var á fundi starfs­fólks Reykja­lundar í morgun að gefa endur­hæfingar­sjúk­lingum frí í dag og á morgun þar sem starfs­fólk treystir sér ekki til að við­halda starf­seminni. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Við­mælendur Frétta­blaðsins innan Reykja­lundar segja á­standið við­kvæmt og að starfs­fólki líði mörgu hverju illa. Kallað var á prest til að vera við­staddur starfs­manna­fund ný­verið eftir að Birgi Gunnars­syni, for­stjóra Reykja­lundar, var sagt upp.

Við­mælendur blaðsins segja and­rúms­loftið hafi verið þungt í nokkurn tíma áður en Birgi var sagt upp. Það skánaði ekki þegar Magnúsi Ólafs­syni, for­stöðu­manni lækninga á Reykja­lundi, var sagt upp seinni­partinn í gær. Fundað verður með starfs­mönnum í dag.

Fram kemur að SÍBS hafi á­kveðið að taka reksturinn í síðustu viku og því hafi Birgi verið sagt upp. Sveinn Guð­munds­son, for­maður SÍBS og starfandi for­stjóri Reykja­lundar, mun funda með starfs­fólki í há­deginu.