Trausti Jóns­son veður­fræðingur er gestur Sig­mundar Ernis í nýjasta þætti Manna­máls á Hring­braut. Þar fer hann meðal annars yfir störf sín sem veður­fræðingur, á­huga sinn á ís­lenskri söng­list og þrá­láta flökku­sögu sem fór á kreik um snemm­búinn dauða hans.

Manna­mál er á dag­skrá í kvöld, fimmtu­dag, kl. 19:00 og endur­sýndur kl. 21:00.

Gæti vel hafa dáið

Trausti var þekktur veður­frétta­maður á Ríkis­sjón­varpinu á áttunda og níunda ára­tug síðustu aldar. Skömmu eftir að hann hætti að flytja veður­fregnir fór að bera á flökku­sögu um and­lát hans.
„Kjafta­sögur eru magnaðar í ís­lensku sam­fé­lagi. Það hefur ein­hver mis­skilningur ein­hvers staðar orðið til,“ segir Trausti um til­urð þessa hvim­leiða orð­róms. „En það var svo skrítið, ég vissi eigin­lega af þessu fyrir fram, þetta var lengi að gerast,“ heldur Trausti á­fram.

Hann segir það hafa verið dular­fullt að vita af dauða sínum fyrir fram: „Þetta var náttúru­lega af­skap­lega ó­þægi­legt, því þetta gæti auð­vitað hafa verið satt.“

Að­spurður hvort hann hafi raun­veru­lega hugsað svo að þetta gæti hafa verið satt svarar Trausti: „Nei, nei. En maður veit það ekki í raun og veru. Maður veit ekkert hvernig er að deyja. Það getur vel verið að það gerist svona.“

Svaraði sjálfur sam­úðar­kveðjum

Nánustu að­stand­endur Trausta urðu vel varir við söguna: „Það vildi svo til að systir mín – hún náttúru­lega vissi að þetta var ekki satt – fór með dóttur sína til tann­læknis í Reykja­vík þennan dag og á leiðinni segir hún dóttur sinni að hún skuli ekki hrökkva við þó að hún heyri talað um þetta á tann­lækna­stofunni. Og það gerðist ein­mitt, það var talað um þetta á tann­lækna­stofunni. Þetta var úti um allt,“ segir Trausti.

Hann fór í við­tal skömmu eftir að hafa svarað sam­úðar­kveðju til for­eldra sinna: „Svo var ég staddur hjá for­eldrum mínum og það er hringt í símann til að votta þeim sam­úð og ég svara sjálfur í símann. Að lokum, þegar þetta var búið að ganga í tvo, þrjá daga, þá sendir Vísir, held ég frekar en Dag­blaðið, mann upp á veður­stofu til þess að spyrjast fyrir um þetta. Þau segja „jú, við skulum bara koma og sjá hann.“ Svo kemur blaðið og tekur myndirnar og ég bara er þarna.“

Ein á­stæða flökku­sögunnar segir Trausti að gæti verið vegna al­nafna síns: „Nafni minn var á Land­spítalanum og átti víst við ein­hvern mjög erfiðan sjúk­dóm að stríða en hann dó reyndar ekki fyrr en síðar. Það var eigin­lega ó­þægi­legra að heyra hans dánar­til­kynningu. Ég var þá með lög­heimili á Skúla­götu í Borgar­nesi og hann á Skúla­götu í Reykja­vík,“ segir Trausti.

„Við erum að níðast á jörðinni“

Trausti var spurður út í lofts­lags­mál og veðra­breytingar: „Við erum að níðast á jörðinni. Það er enginn vafi á því. Það mál er nú samt af­skap­lega flókið auð­vitað. Það sem er kannski ógn­vekjandi kannski akkúrat í dag er náttúru­lega þessi mikli hraði á breytingunum.“

Hann heldur áfram: „Menn vita ekki hvernig á að snúast í þessu og bara núna síðustu tvö, þrjú árin og jafn­vel síðustu mánuði þá eru menn að láta sér detta það í hug að að­skilja hið vonda kol­efni og af­leiðingar þess og aðrar hnatt­rænar um­hverfis­breytingar af manna­völdum. Menn eru farnir að líta á þetta tvennt sem að­skilið og menn eru jafn­vel til­búnir til þess að fórna náttúrunni til þess að koma í veg fyrir að kol­efnis­notkun fari í vol,“ segir Trausti.