Traust til al­manna­varna, heil­brigðis­yfir­valda og ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að takast á við CO­VID-19 og efna­hags­leg á­hrif þess hefur aldrei mælst minna. Þetta sýna niður­stöður Þjóðar­púls Gallup vegna CO­VID-19 sem birtar voru í dag. Könnunin var gerð dagana 12. til 24. ágúst.

28 prósent segjast treysta al­manna­vörnum og heil­brigðis­yfir­völdum á Ís­landi full­kom­lega til að takast á við CO­VID-19. Í síðustu könnun sem gerð var dagana 21. júlí til 2. ágúst sögðust 37 prósent svar­enda treysta þeim full­kom­lega.

Þá hefu­t traust til ís­lensku ríkis­stjórnarinnar þegar kemur að því að takast á við efna­hags­leg á­hrif CO­VID-19 einnig minnkað og aldrei mælst minna. Fjórðungur lands­manna treystir ríkis­stjórninni illa til þess en ríf­lega helmingur treystir henni vel.

Þeim fjölgar sem telja al­mennt of mikið gert úr þeirri heilsu­fars­legu hættu sem stafar af CO­VID-19 á Ís­landi og þeim fjölgar sem telja að ríkis­stjórnin sé að gera of lítið til að fyrir­byggja- eða bregðast við nei­kvæðum efna­hags­legum á­hrifum tengdum CO­VID-19.

Þeim fækkar sem finna al­mennt fyrir kvíða vegna CO­VID-19. Þá fjölgar þeim enn sem nota hlífðar­búnað eins og grímu eða hanska í á­kveðnum að­stæðum vegna CO­VID-19 og er notkunin nú orðin svipuð og í vor og síðasta vetur. Þeim fjölgar einnig sem forðast handa­bönd eftir að hafa fækkað í sumar.

Þjóðarpúls Gallup vegna COVID-19 12.-24.ágúst 2021