Sam­tökin Trans Ís­lands gagn­rýna harð­lega að trans fólki sé nú skylt að borga 9.000 krónur til að láta leið­rétta kyn og nafn sitt hjá Þjóð­skrá Ís­lands. Þetta kemur fram í yfir­lýsingu frá Trans Ís­land á Face­book.

„Það er ó­við­unandi að trans fólki þurfi að borga fyrir slíka leið­réttingu og þar mikið rétt­lætis­mál að trans fólki hafi ó­hindrað að­gengi að slíkum breytingum. Þetta kemur í kjöl­far þess að þriðja kyn­skráningin var gerð að­gengi­leg og á rætur sínar að rekja til laga­breytingar sem átti sér stað um tekjur ríkis­sjóðs, en þar er kveðið á um að Þjóð­skrá megi taka gjald fyrir nafna- og kyn­skrár­breytingar hjá trans fólki,“ segir í yfir­lýsingu sam­takanna.

Þar segir einnig að það sé ekki sjálf­sagt mál að trans fólk hafi efni á því að borga slíkt gjald og geti ýmsar á­stæður verið þar á bak við.

„Trans fólk er lík­legra til þess að eiga erfitt með að fá vinnu, fá hús­næði og ganga í skóla af sökum mis­mununar og for­dóma, svo fátt sé nefnt. Það er sömu­leiðis mjög dýrt að láta endur­nýja öll helstu skil­ríki og er gjaldið því orðið ansi hátt þegar allt telst saman. Sömu­leiðis þarf trans fólk oft að leggja út alls­konar gjöld tengd ferli sínu, eins og t.d. lyfja­kostnað eða aðrar með­ferðir eða að­gerðir tengdar sínu ferli sem falla ekki undir kostnað sjúkra­trygginga.“

Sér­stakt gjald á við­kvæman hóp

Sam­tökin segja að Þjóð­skrá sé með þessu að leggja sér­stakt gjald á við­kvæman hóp sem leitast eftir að fá leið­réttingu á sinni skráningu og telja sam­tökin ó­við­eig­andi að ríkis­stofnun rukki fyrir slíka breytinga.

„Trans Ís­land hvetur Þjóð­skrá Ís­lands til að fella niður gjaldið hið snarasta. Fyrir­spurn hefur verið send frá Sam­tökunum '78 og bíðum við á­tekta. Ef gjaldið verður ekki fellt niður þá hvetur Trans Ís­lands trans fólk sem ekki hefur efni á því að breyta kyni sínu í Þjóð­skrá að hafa sam­band við Trans Ís­land. Við munum koma til móts við fólk og sjá til þess að trans fólk geti fengið að­gengi að þessari breytingu ó­hindrað,“ segir í lok færslunnar.

Trans Ísland gagnrýnir harðlega að trans fólki sé nú skylt að borga 9.000 kr. til að láta leiðrétta kyn sitt og nafn hjá...

Posted by Trans Ísland on Föstudagur, 8. janúar 2021