Trans Ís­land hefur á­kveðið að setja upp sjóð til að koma til móts við það trans fólk sem hefur ekki efni á að borga gjaldið fyrir nafna- eða kyn­skrár­breytingu hjá Þjóð­skrá. Gjaldið er 9.000 krónur fyrir breytinguna en fyrr í vikunni gagn­rýndu sam­tökin harð­lega að sér­stakt gjald væri lagt á svo við­kvæman hóp.

„Það er ó­­­við­unandi að trans fólki þurfi að borga fyrir slíka leið­réttingu og þar mikið rétt­lætis­­­mál að trans fólki hafi ó­­­hindrað að­­­gengi að slíkum breytingum,“ sagði í yfir­­­lýsingu frá sam­tökunum

Gjaldið fer í ríkis­sjóð

Þjóð­skrá svaraði gagn­rýninni í dag og kvaðst ekki hafa til að fella niður gjöld fyrir kyn- of nafn­breytingu. Gjaldið rynni ekki til Þjóð­­skrár heldur í ríkis­­sjóð og byggðist á lögum um auka­tekjur ríkis­sjóðs.

„Þjóð­­skrá hefur skilning á því að gjaldið getur verið um­­tals­verður kostnaður fyrir ein­stak­linga, en bendir á að það sé á for­ræði Al­þingis að á­kvarða gjald­tökuna.“

Ætti að vera ó­keypis

Trans Ís­land svaraði Þjóð­skrá í kvöld og til­kynnti um stofnun sér­staks sjóðs sem myndi greiða gjaldið fyrir efna­lítið trans fólk. „Að okkar mati ætti þessi þjónusta að vera gjald­frjáls þar sem um leið­réttingu á skráningu er að ræða.“

Frekari upp­lýsinga um sjóðinn eru væntan­legar í þessari viku eða þeirri næstu. „Trans Ís­land hefur einnig hafið vinnu við að fá við­eig­andi lögum breytt svo að gjald fyrir slíkar breytingar verði fellt úr lögum.“