Innlent

TR má fá ábendingar um tryggingasvindl

Kvartað var undan svokölluðum ábendingahnappi um misferli á heimasíðu Tryggingastofnunar. Persónuvernd komst í kjölfarið að því að hnappurinn stæðist ekki lög.

TR hafði verið gert að fjarlægja hnappinn af síðu sinni, eftir úrskurð Persónuverndar árið 2015. Fréttablaðið/Pjetur

Tryggingastofnun var ekki óheimilt að taka svokallaðan ábendingahnapp aftur í notkun á heimasíðu sinni, þrátt fyrir að Persónuvernd hafi komist að þeirri niðurstöðu að hnappurinn stæðist ekki lög. Stofnuninni var hins vegar heimilt að notast við hnappinn svo lengi sem allar ábendingar séu undir nafni, samkvæmt úrskurði frá því í dag.

TR tók hnappinn út af heimasíðu sinni í mars 2015 eftir að Persónuvernd hafði úrskurðað um ólögmæti hnappsins á grundvelli þess að stofnunin gætti ekki að rétti kæranda samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

Skilyrði að gefa upp nafn og netfang

Hnappurinn var settur inn að nýju en þannig að ekki væri unnt að senda inn ábendingu nema með því að gefa upp fullt nafn og netfang. Kvartað var til Persónuverndar vegna málsins, þar sem talið var að engin efnisleg breyting hafi verið gerð frá fyrri hnöppum. Lögmaður Örykjabandalagsins fór með málið og sagði að TR hafi mátt vera ljóst að óheimilt væri að setja hnappinn upp á ný án þess að bera það undir Persónuvernd. 

Persónuvernd bendir á það í niðurstöðu sinni að TR hafi ekki gert neinar tilraunir til þess að sannreyna auðkenningu þeirra sem senda inn ábendingar. Hins vegar beri að líta til þess að almannahagsmunir séu af því að almenningur hafi greitt aðgengi að stjórnvöldum. Að auki sé til þess að líta að TR tilgreini ábendingahnappinn ekki sem gátt fyrir viðkvæmar persónuupplýsingar.

„Það að viðkvæmar persónuupplýsingar kunni að berast um ábendingahnapp vefsíðu, sem ekki er sérstaklega ætlaður fyrir slíkar upplýsingar, ber auk þess að skoða í ljósi þess að stjórnvöldum geta borist viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga óumbeðið eftir hvaða leið fyrir skrifleg samskipti sem er, hvort sem um ræðir meðal annars ábendingahnappa á vefsíðum eða tölvupóst,“ segir í úrskurðinum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mikill fjöldi keyrði undir á­hrifum fíkniefna í júlí

Innlent

Óska eftir vitnum að hópá­rás á Flúðum

Innlent

Stuðnings­full­trúinn fær ekki að snúa aftur til starfa

Auglýsing

Nýjast

Metfjöldi skráðra mislingatilfella í Evrópu

Kvarta og krefja Kristínu um af­sökunar­beiðni

Frans páfi: „Við sýndum þeim litlu enga um­hyggju“

Bubba blæddi mikið eftir slag­æðar­rof

Toyota Verso undir niðurskurðarhnífinn

Hljóp út í móa og sparkaði í lög­­­reglu­mann

Auglýsing