Bílar

Toyota Supra frumsýnd í Detroit

Nýja Supran er með 335 hestafla vél sem kemur úr smiðju BMW, enda var þróun bílsins samstarfsverkefni BMW og Toyota.

Hin nýja Toyota Supra.

Eftir 17 ára bið er Toyota Supra loksins komin aftur, en ný gerð Supra var kynnt í dag á Detroit Auto Show. Toyota framleiddi Supra frá árinu 1978 til 2002, en hefur nú tekið upp þráðinn. Nýja Supran er með 335 hestafla vél sem kemur úr smiðju BMW, enda var þróun bílsins samstarfsverkefni BMW og Toyota. Vélin er 3,0 lítra V6 með forþjöppu og í grunninn sama vélin og verður í systurbílnum BMW Z4, en í honum verður vélin hinsvegar öflugri, eða 382 hestöfl. Supra er engu að síður ári spræ og tekur sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu. 

Stærð nýja Supra bílsins er ámóta og Porsche 911, þó er bíllinn örlítið styttri en með svo til sama bil á milli öxla. Þyngdardreifingin á bílnum er 50/50 á hvorn öxul, eins og sönnum sportbíl sæmir. Toyota Supra kemur á markað í sumar og víst má telja að mikil eftirvænting sé hjá mörgum tilvonandi kaupendum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Annar Lamborghini jeppi í bígerð

Bílar

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

Bílar

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

Auglýsing

Nýjast

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Auglýsing