Kemur tilkynningin vegna áætlana Toyota að rafvæða allt að 40 prósent af bílum sínum fyrir Ameríkumarkað fyrir árið 2025. Er þá átt við alla bíla sem nota rafmótora á einhvern hátt, hvort sem þeir eru tvinnbílar, tengiltvinnbílar, vetnisbílar eða hreinir rafbílar. Toyota hefur ekki látið neitt uppi um hvernig bíla er að ræða en á mynd sem fylgir tilkynningunni má sjá að annar þeirra er fjölskyldubíll á stærð við Camry. Einnig mun merkið vera í samstarfi við Subaru um að þróa rafdrifinn jeppling og hefur Subaru sýnt tilraunaútgáfur af þeim bíl. Toyota er að þróa sinn eigin undirvagn sem heitir einfaldlega e-TNGA og mun einnig vera að þróa eigin rafhlöður. Þessi tilkynning er stefnubreyting hjá Toyota sem hingað til hefur hampað tvinntækninni sem sinni lausn ásamt því að þróa áfram Mirai vetnisbílinn.