Af þessum 2.700 bílum voru 2.200 eintök fyrir Evrópumarkað og því hefur innköllunin þau áhrif hérlendis að frumsýningu bílsins mun seinka eitthvað, þó ekki sé vitað á þessu stigi hve lengi. Innköllunin náði líka til Bandaríkjanna og Kanada þar sem 270 eintök eru innkölluð og Japans sem þarf að innkalla 110 bíla. Subaru framleiðir systurbílinn Solterra og þar þarf einnig að innkalla 2.600 bíla af sömu ástæðu. Samkvæmt frétt Reuters geta snöggar beygjur og hemlun þar sem mikið átak skapast orðið til þess að felguboltar losni. Engin slys hafa orðið vegna þessa en ráðlagt er að nota ekki bílana fyrr en búið er að laga gallann. Að sögn talsmanna Toyota og Subaru munu bílarnir sem um ræðir flestir hafa verið hugsaðir sem prófunarbílar fyrir umboðsmenn og því mjög fáir bílar sem farið hafa til viðskiptavina.