Toyota hefur gefið út tækniupplýsingar fyrir bílinn sem verður á Japansmarkaði en hann verður 232 hestöfl og mun skila 250 Nm togi. Það er 35 hestöflum meira en GT86 skilaði enda er GR86 mun fljótari af stað. Hann verður 1,1 sekúndu fljótari í hundraðið sem hann nær á 6,3 sekúndum. Hvort þær tölur verði þær sömu fyrir Evrópu á þó eftir að koma í ljós. Vélin verður með sex gíra beinskiptingu og sex þrepa sjálfskiptingu sem aukabúnaði.

Toyota hefur gert það mögulegt að framleiða GR-línu aflmeiri bíla á meðan aðrir framleiðendur hafa dregið úr slíku. Ástæðan er einfaldlega sú að Toyota hefur staðið sig vel í að halda sig innan mengunarmarka Evrópusambandsins með háu hlutfalli tvinnbíla. Von er á meiru frá Toyota því nú berast fréttir af því að von sé á nýrri skammstöfun frá merkinu. BZ verður heitið á 100% rafbílum Toyota og er fyrsta bílsins að vænta á árinu sem verður jepplingur í svipaðri stærð og RAV4.