Eins og sjá má af myndinni er nýtt útlit á ferðinni enda um fyrsta alvöru rafbíl merkisins að ræða. Bíllinn er sá fyrsti af sex sem nota munu e-TNGA-rafbílaundirvagninn sem hannaður var í samstarfi við Subaru. Næstu bílar verða meðal annars minni rafjepplingur sem hannaður er í samstarfi við Suzuki, stærri jepplingur, stallbakur og fjölnotabíll svo eitthvað sé nefnt.