Athyglisvert er að Toyota gerði nýlega samstarfssamning við kínverska bílarisann BYD um notkun á nýju Blade-raf hlöðunni sem að getur tekið við meiri orku en aðrar raf hlöður af sömu stærð. Er nýju raf hlöðunni ætlað að vera í bZ3 líkt og hinum áhugaverða Seal frá BYD, en báðir þessir bílar munu þá keppa beint við Tesla Model 3. Samkvæmt tækniupplýsingum um bílinn frá iðnaðarráðuneyti Kína verður bZ3 með annað hvort 178 eða 238 hestaf la rafmótor og mun eigin þyngd vera á bilinu 1.710-1.840 kíló. Ef bZ3 mun nota sömu 64,5 kWst raf hlöðu og nýr BYD Atto 3, sem hefur 420 km drægi, mun bZ3 hafa aðeins meira þar sem hann er með minni loftmótstöðu.