Toyota sýndi fyrst þennan kassalega TJ Cruiser tilraunabíl á bílasýningunni í Tokíó árið 2017. Hönnun bílsins lítur að öllu leiti til hámarks notagildis hans og má fullyrða að meira kassalaga bíll sé vandfundinn þó margir séu tilkallaðir. Nú heyrast þær raddir frá Japan að bíllinn munu fara í fjöldaframleiðslu og að sala hans muni strax hefjast á næsta ári og í fyrtstu í heimalandinu Japan. 

Toyota mun bjóða bílinn með tveimur og þremur sætaröðum og þrátt fyrir það verður hægt að leggja öll sæti bílsins flöt nema ökumannssætið og þá myndast gríðarlegt flutningsrými í bílnum og gólf hans verður marflatt. Ekki er víst að rennihurðin í tilraunagerð TJ Cruiser muni lifa af til framleiðslugerðarinnar og fær hann því ef til vill hefðbundnar hurðir. Vélarnar sem verða í boði eru 1,8 lítra vél með Hybrid-kerfi sem finna má einnig í Prius og Corolla Hybrid og 2,0 lítra bensínvél. Hægt verður að velja um fram- og fjórhjóladrif í TJ Cruiser.