Alma Möller, landlæknir, segir að ef að fram heldur sem horfir þá muni álag á heilbrigðisstofnanir vegna kórónavaeirufaraldursins ná hamarki eftir tíu daga.

Áætlanir landlæknisembættis miði við það. Þetta kom fram á daglegum fundi Almannavarna vegna faraldursins í dag.

„Eins og sóttvarnarlæknir nefndi áðan þá erum við á eða að komast yfir hápunktinn á þessum faraldri hér á landi þessa stundina. Ég vil hins vegar benda á það að hápunkturinn í heilbrigðisjþínustunni kemur ekki fram fyrr en eftir viku, 10 daga," sagði Alma á fundinum.