Líf­töl­fræðingurinn Thor Aspelund segir að mark­mið sótt­varnar­yfir­valda um 30-40 innan­lands­smit á dag geti hugsan­lega náðst í fyrri­hluta janúar­mánaðar. Toppi bylgjunnar sem nú ríður yfir er ekki náð.

RÚV greinir frá.

Thor segir far­aldurinn enn í veldis­vexti þrátt fyrir að innan­lands­smitum hafi fækkað undan­farna fáa daga. Enn þurfi að líða um tíu dagar til við­bótar til þess að fá nægar upp­lýsingar um þróun bylgjunnar og hvort hún sé mögu­lega í rénun.

Í sam­tali við RÚV segist Thor hafa trú á því að árangur hertra sótt­varnar­að­gerða innan­lands muni sjást í lok næstu viku með fækkandi smitum.

Hann segir eðli­legt að árangur sjáist ekki fyrr: „Þessi vöxtur hefur fengið að vera í svo langan tíma, kannski tekur þetta að­eins lengri tíma að snúa við núna, maður veit ekki, maður er svo­lítið að geta sér til,“ segir Thor í sam­tali við RÚV.