Michael Jón Clarke, tónlistarmaður og tónlistarkennari á Akureyri, vinnur nú að því að koma kjallaraíbúð sem hann á í stand til að bjóða úkraínsku flóttafólki að búa í. Hann segir að hún geti verið klár þegar frost fer úr jörðu og hægt verði að ganga frá frárennslismálum.

„Það fer svo rosalega fyrir brjóstið á mér að geta ekki gert neitt. Ég sé myndir af krökkum á flótta, labbandi með einn bangsa. Ég verð að gera eitthvað,“ segir Michael.

Von er á miklum fjölda flóttafólks ofan í mikinn húsnæðisskort á Íslandi. Hýsing verður því talsverð áskorun.

Fullt af ónotuðu húsnæði

Michael er í húsaskiptafélagi sem kallast House Exchange, þar sem aðeins er greitt með punktum. Félagið sendi út tilkynningu fyrir skemmstu þar sem biðlað var til fólks sem gæti lánað húsnæði sitt fyrir flóttafólk frá Úkraínu, þá yrði það ábyrgst eins og í öðrum tilfellum.

Út frá þessu fékk Michael þá hugmynd að yfirvöld hér gætu boðið ábyrgðir, afslátt af fasteignagjöldum eða annars konar ívilnanir fyrir þá sem láta húsnæði undir flóttafólk. Málið sé mjög áríðandi og skipuleggja þurfi það hratt.

Aðsend mynd.

„Það er fullt af svona ónotuðu húsnæði úti um allt og þetta hlýtur að vera ódýrara en aðrar lausnir,“ segir Michael og nefnir sinn eigin kjallara sem dæmi. „Hér getum við boðið upp á upphitað rými með eldunaraðstöðu og gervihnattasjónvarpi fyrir fjórar eða fimm manneskjur.“

Hann segir betra fyrir flóttafólk að vera innan um annað fólk og geta auðveldlega komist í búðir. Þessi lausn henti því betur en að nota sumarbústaði stéttarfélaganna, sem einnig hefur verið nefnt. „Þetta fólk þarf hjálp og vináttu,“ segir Michael, og auðvitað yrði flóttafólkið ekki rukkað fyrir.

Kom í leit að ævintýrum

Michael kom sem ungur maður til landsins frá Bretlandi, árið 1971, í leit að ævintýrum. Kjarnorkuváin var þá áþreifanleg og friðarhreyfing hippanna fyrirferðarmikil. Michael segist alltaf hafa tilheyrt henni og deilt við föður sinn um þessi mál.

Aðsend mynd.

Tvo ættliði aftur þekkir fjölskylda Michaels stríð. Afi hans var fréttaritari í skotgrafahernaði fyrri heimsstyrjaldar og faðir hans keyrði vörubíl öll stríðsárin í þeirri seinni. Hús móðursystur hans í London var sprengt í loft upp og þurfti hún að dveljast í neðanjarðarbyrgi stóran hluta stríðsins.

Stríðið í Úkraínu snerti Michael svo djúpt að hann samdi ljóð er nefnist Your finest hour. Það hefur tilvísun í ljóð breska skáldsins Wilfr­ieds Owen, sem lést á vígvellinum viku fyrir lok fyrri heimsstyrjaldar. „Þetta rann úr mér þegar ég sat og horfði á fréttir frá stríðinu,“ segir Michael aðspurður um ljóðið. „Stríð hefur alltaf snert mig djúpt.“

Hér má lesa ljóðið sem Michael Jón samdi.

Your Finest Hour

You face up to the cameras with
your steely staring eyes,
that give away no secrets
as you dissipate your lies

You say you care, you just want peace
your minions gaze in awe
but in your face we see deception
dying to wage war.

You talk about our duty
as you sharpen up the knives
you talk of men as numbers
as you plan to take their lives

You speak of rights and honour
as the fighters you implore
yet take away the futures
for the casualties of war.

Behind locked doors the children hide
they feel the tensions rise
they know that soon will come the roar
of missiles from the skies

They try to hide it all from us
their terror and their fear
but they are wise beyond their years
and know what may be near

The clay that shall no taller grow
the death, the hurt, the pain
are they a worthy sacrifice
for your terrestrial gain?

A finger on a button,
a battle being planned
The futures of the millions
you hold in bloody hand.

Misguided by your vanity
you stand in all your might
we cringe at the insanity
of telling us to fight.

Your Hollow Men from hollow towers
of ivory ignite
your hatred for their brothers
that goads them to the fight.

Your lies and fabrications
you spread with rancid breath
You talk of peace and amity
but all you bring is death.

What greed and bloody mindedness
has given you this power?
Murdering the millions
just for your Finest Hour.

Your Finest Hour will never be
you have nowhere to hide
you will become an evil name
all people shall deride.

The human spirit shall not bend
to your pathologic vein
Osymandes toppled,
nothing will remain.