Lög tón­listar­mannsins Auðuns Lúthers­sonar, einnig þekktur sem Auður, verða ekki spiluð á helstu út­varps­stöðvum landsins á næstunni vegna fjölda á­sakana um kyn­ferðis­brot. Þetta kemur fram á vef DV.

Borið hefur hátt á um­­­ræðum um meint kyn­ferðis­brot Auðuns á sam­­­fé­lags­­­miðlum síðast­liðna daga og hafa á­sakanirnar orðið til þess að Auður mun ekki koma fram á tón­­­leikum Bubba í komandi viku eða á sviði Þjóð­­­leik­hússins í upp­­­­­setningu Rómeó og Júlíu næsta haust.

Taka hlé

Þá hafa út­varps­stöðvarnar Rás 2, Fm957, Bylgja og K100 allar á­kveðið að taka tón­list Auðar úr al­mennri spilun.

Matthías Már Magnús­son, tón­listar­stjóri Rásar 2, gekk úr skugga um að engin lög Auðar væru á spilunar­listum stöðvarinnar fyrr í vikunni. Rikki G, dag­skrár­stjóri FM957, sagði í sam­tali við DV að tekin hefði verið sam­eigin­leg á­kvörðun um að gera hlé á spilun tón­listarinnar á meðan mál Auðar eru í vinnslu.

Ívar Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri Bylgjunnar, og Sigurður Þorri Gunnars­son, dag­skrár­stjóri K100, tóku í sama streng og sögðu tón­list Auðs hafa verið tekna úr um­ferð í bili.

Af­sakanir

Auðunn sendi frá sér yfir­­­­­lýsingu á mánu­daginn þar sem hann baðst af­­­sökunar og kvaðst hafa gengið yfir mörk. Tón­listar­­­maðurinn þver­tók þó fyrir flökku­­­sögur um al­var­­­leg af­brot.

Í kjöl­far af­­sökunar­beiðninnar stigu þrjár konur fram í fyrsta skipti og lýstu kyn­­ferðis­­legu of­beldi af hálfu Auðuns. Tvær þeirra sögðu af­­sökunar­beiðnina hafa verið „eins og blauta tusku í and­litið“ þar sem mark­miðið hafi ekki verið að taka á­byrgð heldur að bjarga eigin skinni.