Tómas A. Tómasson, oftast kallaður Tommi og kenndur við Búlluna, leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður. Kolbrún Baldursdóttir, borgafulltrúi í Reykjavík og sálfræðingur, skipar annað sæti og Rúnar Sigurjónsson, vélvirki, það þriðja. Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskerameistari skipar fjórða sæti.

Í könnun sem MMR framkvæmdi fyrir Morgunblaðið í síðustu viku var flokkurinn með 5,1 prósenta fylgi. Miðað við þær niðurstöður myndi Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, ekki komast inn á þing en Tómas kæmist inn í jöfnunar­sæti.

Framboðslistinn

 1. Tómas A. Tómasson, veitingamaður
 2. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi
 3. Rúnar Sigurjónsson, vélsmiður
 4. Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskerameistari
 5. Harpa Karlsdóttir, heilbrigðisgagnafræðingur
 6. Ingimar Elíasson, leikstjóri
 7. Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir, rekstrar- og framkvæmdastjóri
 8. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari
 9. Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
 10. Margrét Gnarr, einkaþjálfari
 11. Ólafur Kristófersson, fyrrverandi bankastarfsmaður
 12. Magnús Sigurjónsson, vélfræðingur
 13. Ingi Björgvin Karlsson , prentari
 14. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir, nemi
 15. Gefn Baldursdóttir, læknaritari
 16. Sunneva María Svövudóttir, afgreiðslustarfsmaður
 17. Sigrún Hermannsdóttir, fyrrverandi póststarfsmaður
 18. Sigríður Sæland Óladóttir, geðhjúkrunarfræðingur
 19. Ingvar Gíslason, starfsmaður á sambýli fatlaðra

20. Freyja Dís Númadóttir, tölvufræðingur

21. Kristján Salvarsson, fyrrverandi leigubílstjóri

22. Særún Sigurðardóttir, rekstrarstjóri