Leiðsögumaðurinn Tomaz Þór Veru­son hef­ur geng­ist við ásök­un­um um of­beldi gegn tveimur konum. Fyrrverandi kærasta Tomazar sagði fyrst frá málinu í Facebook-hópnum Fjallastelpur.

Mbl greinir frá því að í lokaðri færslu á Facebook-síðu sinni gangist Tómaz Þór Veruson við ásökunum um ofbeldi sem á hann hafa verið bornar síðustu daga, af tveimur fyrrverandi kærustum. Önnur konan er Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari.

Tomaz skrifar: „Á þess­um tíma var ég af ýms­um ástæðum á vond­um stað and­lega sem rekja má til áfalla í æsku. Það af­sak­ar þó á eng­an hátt fram­komu mína í garð þeirra sem lýst hafa van­líðan sinni í erfiðu sam­bandi við mig. Á því tek ég fulla ábyrgð. Ég lét van­líðan mína bitna á öðrum í stað þess að leita mér aðstoðar,“ skrif­ar hann.

Tomaz segist hafa leitað sér aðstoðar hjá fagfólki síðustu þrjú ár.

„Ég hef beðið þolend­ur mín­ar af­sök­un­ar, bæði áður og eft­ir að sam­bönd­um og öll­um sam­skipt­um lauk og geri það hér með aft­ur,“ skrif­ar Tomaz.

Hann biður einnig starfs­fólk og viðskipta­vini úti­vist­ar­fé­lags­ins Af stað af­sök­un­ar á óþægindum vegna málsins.