Tomasz Majewsky og fjölskylda hans þakka vegfarendum sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði síðastliðinn laugardag og til allra viðbragðsaðila sem kallaðir voru til auk starfsfólk landspítalans.
Þá þakkar fjölskyldan sýndan samhug en eiginkona Tomasz og sonur, Kamila og Mikolaj, létust í slysinu líkt og fram hefur komið. Lögreglan á Vestfjörðum kemur kveðjunum til skila á Facebook síðu sinni.
Fjölskyldan var á heimleið til Flateyrar í sóttkví og hafði komið heim með flugi þegar slysið varð. Eins og fram hefur komið hefur verið stofnaður söfnunarreikningur fyrir Tomasz.
Lögreglan var beðin um að koma eftirfarandi kveðju á framfæri við þá vegfarendur sem komu fyrstir á vettvang, sem og...
Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Friday, 22 January 2021
Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir Tomasz Majewski sem lenti í hörmulegu bílslysi þann 16....
Posted by Sunneva Sigurðardóttir on Tuesday, 19 January 2021