Tomasz Majew­sky og fjöl­skylda hans þakka veg­far­endum sem voru fyrstir á vett­vang í Skötu­firði síðast­liðinn laugar­dag og til allra við­bragðs­aðila sem kallaðir voru til auk starfs­fólk land­spítalans.

Þá þakkar fjöl­skyldan sýndan sam­hug en eigin­kona Tomasz og sonur, Kamila og Mikola­j, létust í slysinu líkt og fram hefur komið. Lög­reglan á Vest­fjörðum kemur kveðjunum til skila á Face­book síðu sinni.

Fjöl­skyldan var á heim­leið til Flat­eyrar í sótt­kví og hafði komið heim með flugi þegar slysið varð. Eins og fram hefur komið hefur verið stofnaður söfnunar­reikningur fyrir Tomasz.

Lögreglan var beðin um að koma eftirfarandi kveðju á framfæri við þá vegfarendur sem komu fyrstir á vettvang, sem og...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Friday, 22 January 2021

Stofnaður hef­ur verið söfn­un­ar­reikn­ing­ur fyrir Tomasz Majewski sem lenti í hörmu­legu bíl­slysi þann 16....

Posted by Sunneva Sigurðardóttir on Tuesday, 19 January 2021