Tómas A Tómas­son, þing­maður Flokks fólksins, birtir SMS sam­skipti á milli sín og ó­nefnds aðila þar sem lítur út fyrir að rædd séu vændis­kaup.

Frétta­blaðið hefur ítrekað reynt að ná í Tómas vegna málsins án árangurs. „Kæru twitter vinir þetta skjá­skot er að fara að birtast i fjöl­miðlum,“ skrifar Tómas með skjá­skotinu á sam­fé­lags­miðlinum. „Vil taka fram að ég var ó­lofaður og ó­giftur þegar þetta átti sér stað en svona er lifið engin veit sína æfi fyrr en öll er.“

Í sam­skiptunum sem um ræðir virðist Tómas ræða vændis­kaup í Bang­kok í Tæ­landi. Vísir ræðir við Tómas vegna málsins og þar þver­tekur hann fyrir að hafa keypt vændi.

„Auð­vitað hefði ég kosið að þetta væri ekki í dreifingu, ég get ekki sagt annað,“ segir Tómas við Vísi.

„Eins og ég sagði við þig, ég hef boðið konu út að borða og það hefur endað með kyn­lífi,“ segir Tómas spurður að því hvort hér sé um að ræða vændiskaup. „Ef það er að borga fyrir kyn­líf, þá, ja, hvað á ég að segja við þig? Er það að borga fyrir kyn­líf?“

Frétt uppfærð kl. 12:31:

Tómas er búinn að eyða umræddri Twitter færslu. Hér að neðan ber að líta skjáskot af færslu um sama skjáskot sem Tómas birti á Instagram.

Fréttablaðið/Skjáskot