Tómas Guð­bjarts­son, yfir­læknir á skurð­s­viði LSH og prófessor við lækna­deild HÍ, segir að sumar af lykil­deildum Land­spítalans séu að sökkva í sæ.

„Það eru engar ýkjur að flagg­skip ís­lenska heil­brigðis­kerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klett­óttri strönd,“ segir Tómas í pistli sem birtist á vef Vísis í gær­kvöldi.

Dagleg neyðaróp

Tómas bendir á að nær dag­lega heyrist neyðar­óp frá bráða­mót­töku spítalans og báðar gjör­gæslu­deildir spítalans verið fullar upp í rjáfur svo vikum skiptir. Þessi staða hafi meðal annars gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að fram­kvæma neinar opnar hjarta­að­gerðir í rúm­lega tvær vikur á einu hjarta­skurð­deild landsins.

„Það er eins­kær heppni að engir sjúk­lingar hafa komið brátt inn og þurft á lífs­bjargandi að­gerð að halda á þessum tíma. Það er ó­venju­legt og getur breyst strax í dag,“ segir Tómas í grein sinni og bætir við að bið­listi af al­var­lega hjart­veikum sjúk­lingum hafi hlaðist upp.

Ólíðandi ástand

Í grein sinni á vef Vísis bendir Tómas á að rúm 16 ár séu liðin síðan hann sneri heim úr sér­námi til að starfa við hjarta­skurð­lækningar á Land­spítalanum. Á þeim tíma hafi oft komið upp að­stæður þar sem skort hefur gjör­gæslu­pláss en það á­stand hafi í mesta lagi varað í nokkra daga í senn.

„Eftir til­komu Co­vid hefur á­standið á gjör­gæslu­deildum spítalans hins vegar orðið al­gjör­lega ó­líðandi og vandinn virðist nú orðinn við­varandi en ekki tíma­bundinn,“ skrifar Tómas sem segir á­standið ó­á­sættan­legt fyrir sjúk­linga og að­stand­endur þeirra.

Tómas rifjar upp að pláss­skortur á gjör­gæslu hafi verið þekkt vanda­mál áður en Co­vid-far­aldurinn skall á og í­trekað hafi verið bent á að Ís­land væri með færri gjör­gæslu­pláss á íbúa en ná­granna­lönd okkar. „Samt gerðist ekkert, og eigin­lega má segja að á­standið hafi versnað á síðustu árum jafn­vel þótt á­hrif Co­vid séu ekki talin með.“

Betri launakjör hluti af lausninni

Tómas segir að bæta þurfi úr þessu ó­fremdar­á­standi strax og lausnin á bráða­vanda spítalans felist aðal­lega í um­tals­vert bættum launa­kjörum hjúkrunar­fræðinga og sjúkra­liða. Miðað við nú­verandi launa­kjör verði á­skorun að manna stöður há­gæslu­hjúkrunar­fræðinga.

„Þannig verður unnt að fá aftur til starfa full­menntað starfs­fólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans. Það er ó­raun­hæft að mennta í skyndi fleiri gjör­gæslu­hjúkrunar­fræðinga, enda tekur menntun þeirra nokkur ár. En þar sem allt að fjórðungur ný­út­skrifaðra hjúkrunar­fræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára, er aug­ljóst hvar mann­auðinn er að finna,“ segir Tómas í pistli sínum sem má lesa í heild sinni hér.