Obama, Elon Musk, Kayne West, Joe Biden og Bill Gates eru meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótum á Twitter í dag.

Um er að ræða bitcoin svindl en Twitter aðgangar þeirra sem voru hakkaðir tvítuðu því að þeir lofuðu að borga tvöfalt þá upphæð sem fólk myndi leggja inn á svokallað Bitcoin veski þar sem greitt er með rafmynt. Fjallað er um málið í New York Times.

Obama var hakkaður.
Fréttablaðið/Skjáskot

Stuttu síðar höfðu fleiri en 300 manns fallið fyrir svindlinu og sent yfir 100.000 dollara í Bitcoin veski.

Flestum tístunum var eytt en í einhverjum tilfellum var svipuðu tísti deilt aftur frá sama aðganginum.

Twitter sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að málið væri í rannsókn og að þeir leituðu að vandamálinu.

Twitterfærslan frá Twittersupport.
Fréttablaðið/Skjáskot

Tölvuþrjótar hafa margsinnis búið til falsa aðganga í nafni Elon Musk, Bill Gates og fl. til að sannfæra notendur um að leggja inn pening á hina ýmsu reikninga. Árásin í dag var sú fyrsta þar sem tölvuþrjótum tekst að komast yfir raunverulega aðganga hjá valdamiklu fólki.

Tístið sem tölvuþrjótar sendu í gegnum aðgang Joe Bieden
Fréttablaðið/Skjáskot