Tölvuþrjótar reyndu að komast yfir heimasíðu alþjóðaheilbrigðiseftirlitsins (e. World Health Organization) fyrr í þessum mánuði.

Talsmaður stofnunarinnar staðfesti þetta í samtali við Reuters og segir að það slíkar árásir hafi færst í auka eftir útbreiðslu kórónaveirunnar.

Stofnunin varaði við því í febrúar að tölvuþrjótar væru líklegir til að reyna að komast yfir upplýsingar um fólk og reyna að féflétta þau í skjóli stofnunarinnar.

Um var að ræða skæðan hóp tölvuþrjóta en það tókst að stöðva tilraunir þeirra.