Miklar raðir mynduðust hjá komu­far­þegum á Leifs­stöð er tölvu­kerfi heilsu­gæslunnar fyrir skimanir hrundi í dag.

„Upp­lýsingarnar sem ég fékk er að tölvu­kerfið í skimuninni hjá heilsu­gæslunni hafi bilað og skimunin snýr að komu­far­þegum. Síðast sem ég frétti þá var kerfið komið í lag,“ segir Guð­jón Helga­son, upp­lýsinga­full­trúi Isavia, í sam­tali við Frétta­blaðið. Guðjón gat ekki svarað því hversu lengi kerfið lá niðri.

Sam­kvæmt komu­far­þega á Twitter voru mörg hundruð far­þegar fastir inni að bíða eftir því að komast inn í landið. Að hans sögn var teymi frá Origo að laga kerfið.

Af myndum að dæma myndaðist gríðar­lega löng röð.