Þyrla Land­helgis­gæslunnar, björgunar­skip Lands­bjargar á Horna­firði og bátur Fisk­eldis Aust­fjarða voru kölluð út í gær­kvöldi eftir að til­kynning barst frá á­höfn 160 tonna fiski­skips sem varð vélar­vana suð­austur af Beru­firði.

Skipið var þá statt um 7 mílur frá landi og voru þrír um borð í skipinu. Þeir köstuðu út akkeri þar sem á­lands­vindur var á svæðinu, að því er segir í til­kynningu sem barst frá Land­helgis­gæslunni skömmu eftir mið­nætti.

Á­höfnin á TF-EIR var stödd á Reykja­víkur­flug­velli þegar út­kallið barst og gat brugðist hratt við. Að auki var björgunar­skip Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar á Horna­firði kallað út auk báts Fisk­eldis Aust­fjarða sem meðal annars var mannaður björgunar­sveitar­mönnum frá Djúpa­vogi. TF-EIR tók á loft frá Reykja­víkur­flug­velli klukkan 22:50 en skömmu síðar tókst á­höfn fiski­skipsins að koma vél þess í gang og sigldi austur fyrir Pap­ey á á­kjósan­legri stað ef skipið yrði aftur vélar­vana.

Í til­kynningu gæslunnar segir að þyrlan hafi haldið ferð sinni á­fram til öryggis en björgunar­skipið var Horna­firði var aftur­kallað. Laust fyrir mið­nætti var bátur Fisk­eldis Aust­fjarða kominn að fiski­skipinu úti fyrir mynni Beru­fjarðar og héldu þau í sam­floti á­leiðis inn á Djúpa­vog. Þegar að­stæður voru orðnar öruggar var þyrla Land­helgis­gæslunnar aftur­kölluð en þá var TF-EIR stödd við Ingólfs­höfða.

Gert var ráð fyrir að fiski­skipið og bátur Fisk­eldis Aust­fjarða yrðu komin á Djúpa­fjörð á milli hálf eitt og eitt í nótt.